Villilaukur (Allium oleraceum)

Mynd af Villilaukur (Allium oleraceum)
Picture: Hörður Kristinsson
Villilaukur (Allium oleraceum)
Mynd af Villilaukur (Allium oleraceum)
Picture: Hörður Kristinsson
Villilaukur (Allium oleraceum)
Mynd af Villilaukur (Allium oleraceum)
Picture: Hörður Kristinsson
Villilaukur (Allium oleraceum)

Útbreiðsla

Hann var fluttur til landsins fyrir alllöngu síðan og vex aðeins á fáum stöðum á landinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Við tún og bæi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá til hávaxin jurt (20–80 sm) með mjó blöð og legglöng, hvítleit blóm í sveipum (Lid og Lid 2005).

Blað

Blöðin nær sívöl, 4–5 mm þykk, með laukbragði, visna snemma (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin með allt að 10 mm langa, granna leggi, hvítleit og standa allmörg saman í sveip, sem er umlukinn tveim allbreiðum hulsturblöðum á meðan þau eru að þroskast (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Aldin

Á milli blómanna myndast leggstuttir eða legglausir, dökkrauðir, spísslaga æxlilaukar á haustin (Lid og Lid 2005).

Greining

Blöðin eru grasleit, með laukbragði og hvít blómin á löngum leggjum.

Verndun

Villilaukur er friðlýstur samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.. Hann er þó ekki á válista.

Útbreiðsla - Villilaukur (Allium oleraceum)
Útbreiðsla: Villilaukur (Allium oleraceum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |