Kollstör (Carex macloviana)

Mynd af Kollstör (Carex macloviana)
Picture: Hörður Kristinsson
Kollstör (Carex macloviana)
Mynd af Kollstör (Carex macloviana)
Picture: Hörður Kristinsson
Kollstör (Carex macloviana)

Útbreiðsla

Sjaldgæf stör sem er dreifð um landræna svæðið á Norðausturlandi. Aðal heimkynni hennar eru í inndölum Fnjóskadals, Bleiksmýrar-, Timburvalla- og Hjaltadal. Oftast er lítið af henni á hverjum stað, einn eða fáir fermetrar. Alloft finnst kollstörin upp í 6–700 m hæð en hæst er hún fundin á Finnastaðaöxl við Grund í Eyjafirði í 1000 m hæð og næst í Bónda í Eyjafirði í 720 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Graslendi og grasbollar.

Lýsing

Meðalstór stör (15–30 sm) með öxin í keilulaga kolli efst á stráinu. Blómgast í júlí.

Blað

Blöðin eru flöt, 2–3 mm breið, snarprend, með gljáa. Stráið þrístrent ofan til, gárótt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Öxin eru þéttstæð, lítil og mynda allstóran, þéttan, keilulaga koll efst á stráinu, 10–15 mm langan og 8–12 mm breiðan. Axhlífar dökkbrúnar með himnukennda jaðra, toppmyndaðar. Hulstrið með tenntri trjónu sem mjókkar jafnt upp. Tvö fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Fremur auðþekkt á hinni dökkbrúnu, gljáandi axþyrpingu.

Útbreiðsla - Kollstör (Carex macloviana)
Útbreiðsla: Kollstör (Carex macloviana)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |