Flæðastör (Carex subspathacea)

Distribution

Hún er víða á sjávarfitjum um norðanvert landið og á Austfjörðum, sjaldgæfari annars staðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Hún vex neðan til í gróðurbelti sjávarfitjanna.

Description

Mjög smávaxin stör (4–10 sm) sem vex í þéttum breiðum á sjávarfitjum. Blómgast í maí–júní.

Blað

Jarðstöngull skriðull, myndar þéttar breiður. Blöðin á lengd við eða hærri en öxin, mjó og rennulaga, 1–3 mm, oft bogsveigð út frá tiltölulega háum slíðrum, sjaldnar flöt eða með niðursveigðum jöðrum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Venjulega tvö lítil, stuttleggjuð, upprétt kvenöx og eitt karlax. Axhlífar rauðleitar, grænleitar eða svartar, oft mislitar, odddregnar. Hulstrið öfugegglaga, grænleitt með stuttri trjónu. Frænin tvö. Þroskar fljótt fræ og fellir þau eftir blómgun (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Hún vex neðan til í gróðurbelti sjávarfitjanna.

Biota

Tegund (Species)
Flæðastör (Carex subspathacea)