Grænstör (Carex demissa)

Distribution

Óvís.

Description

Lágvaxin stör (5–25 sm) með tiltölulega breið, dökkgræn blöð og sveigð strá. Eitt leggjað karlax og nokkur hnöttótt kvenöx.

Blað

Myndar smá þúfur. Blöð dökkgræn, lin, flöt, sveigð og svolítið snúin, 2–5 mm breið, oft nær jafnlöng eða lengri en stráin. Stráin sveigð (Lid og Lid 2005).

Blóm

Axskipanin með einu karlaxi á legg og tvö til fjögur, hnöttótt kvenöx, hið neðsta oft í blaðöxl langt fyrir neðan hin. Neðsta stoðblaðið mikið lengra en axskipanin, upprétt eða útstætt. Axhlífar ljósbrúnar með mjórri, grænni taug (Lid og Lid 2005). Hulstur dökkgræn og 2,5–4 mm löng (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist mjög gullstör en grænstör hefur dökkgrænna og stærra hulstur (2,5–4 mm) en gullstör, stráin ná oftast langt upp fyrir stofnblöðin.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Grænstör (Carex demissa)