Hárleggjastör (Carex capillaris)

Distribution

Hún er algeng um allt land frá láglendi upp í 600 m hæð. Hæst er hún fundin á Kiðagilshnjúk í 750 m hæð og Böggvisstaðafjalli við Dalvík í 700 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Móar og hálfdeigjur.

Description

Lágvaxin stör (8–25 sm) með tveim til þreim kvenöxum hangandi á hárfínum, löngum leggjum. Blómgast í júní.

Blað

Stráin sljóstrend, gárótt. Blöðin flöt, 1–2 mm breið neðan til, þrístrend í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Tvö til þrjú kvenöx hangandi á hárfínum, löngum leggjum. Eitt lítið karlax. Kvenöxin eru lítil og fíngerð, ljósgræn í fyrstu en verða síðan ljósbrún. Axhlífar ljósbrúnar með hvítleitum, himnukenndum, slitróttum jöðrum. Hulstrið ljósbrúnt eða grænleitt, með alllangri trjónu, gljáandi, um 3 mm á lengd. Þrjú fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist toppastör sem hefur kvenblóm ofan til í endaaxinu og karlblóm neðst, kvenöxin eru brúnni, uppréttari og dreifast með lengra millibili um stöngulinn.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Móar og hálfdeigjur.

Biota

Tegund (Species)
Hárleggjastör (Carex capillaris)