Hnappstör (Carex capitata)

Distribution

Um land allt en er algengari á landræna svæðinu á Norðausturlandi en annars staðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Þurrt harðvelli og mólendi.

Description

Meðalstór stör (15–30 sm) með stuttu, gildu, hnapplaga axi í toppinn. Blómgast í júní.

Blað

Vex í þéttum toppum. Blöðin grönn (1 mm) og snarprend, virðast sívöl en eru grópuð eða samanbrotin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Stutt, gilt, hnapplaga ax, 6–8 mm langt og 6–7 mm breitt. Karlblómin mynda smátrjónu í enda axins en kvenblómin eru neðar, í gildari hlutanum. Axhlífar brúnar í miðju en himnukenndar til jaðranna. Hulstrin allbreið með langri trjónu. Tvö fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Þurrt harðvelli og mólendi.

Biota

Tegund (Species)
Hnappstör (Carex capitata)