Keldustör (Carex paupercula)

Distribution

Fremur sjaldgæf á landinu en er einna algengust á Vesturlandi og Vestfjörðum, við utanverðan Eyjafjörð og utanvert Fljótsdalshérað. Hún vex nær eingöngu á láglendi upp í um 200 m hæð. Hæstu fundarstaðir eru á Upsadal á Upsaströnd og á Fljótsheiði í um 250 m hæð og Ljótsstaðahalli við Laxárdal í 230 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Flóar.

Description

Meðalstór stör (15–30 sm), fagurgræn með tveim til þrem, stuttum, hangandi kvenöxum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stráin þrístrend, grönn. Blöðin fagurgræn, flöt, neðsta stoðblað axanna nær oftast upp fyrir þau (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Tvö til þrjú stutt, hangandi, legglöng kvenöx og eitt upprétt karlax. Axhlífar dökkbrúnar, langar og oddmjóar, oddurinn oft boginn og nær langt upp fyrir hulstrið sem er grænt, oft dökkt að ofan, trjónulaust, hrjúft. Þrjú fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist flóastör en hún er með styttri axhlífar, lengri kvenöx. Hún er einnig smávaxnari og blaðstyttri.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Flóar.

Biota

Tegund (Species)
Keldustör (Carex paupercula)