Mýrafinnungur (Trichophorum cespitosum)

Distribution

Hann er algengur í útsveitum landsins og er þar oft ríkjandi á stórum svæðum en strjálli inn til landsins (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Súrar mýrar og deiglendi, einkum í útsveitum (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Fremur lágvaxin tegund (8–20 sm) sem vex í þéttum toppum með ljósmóleitu axi á stöngulendum. Blómgast í maí–júní.

Blað

Vex í þéttum toppum. Stöngullinn oft boginn, með 4–6 mm löngum, grænum blaðbroddi neðan til (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Axið 4–5 mm, ljósmóleitt, fáblóma. Axhlífarnar nokkuð styttri en axið, með breiðum himnufaldi neðan til og snubbóttum, stundum grænleitum broddi efst. Þrír fræflar, frævan með þrem frænum (Hörður Kristinsson 1998).

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Súrar mýrar og deiglendi, einkum í útsveitum (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Mýrafinnungur (Trichophorum cespitosum)