Sérbýlisstör (Carex dioica)

Distribution

Vex frá láglendi upp í 500 m hæð. Hæstu fundarstaðir eru við Gilsárvötn á Fljótsdalsheiði (Sigurður H. Magnússon) og í 600 m á Vaðlaheiði norður af Þingmannahnjúk (H.Kr.) (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Deiglendi og mýrar.

Description

Lítil stör (8–18 sm) með eitt stutt, endastætt ax. Plönturnar sérbýla og blómstra í júní.

Blað

Stráin nokkuð sívöl, blöðin mjó (1 mm), rennulaga neðan til, ganga síðan fram í flatan odd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Eitt stutt, endastætt ax á hverju strái. Blómin í sérbýli. Öx kvenplantnanna oftast um eða innan við 1 sm á lengd, nokkru gildari en karlöxin sem oft eru lengri, 1–1,5 sm. Axhlífar kvenblómanna fremur breiðar, toppmyndaðar, gljáandi, himnukenndar, brúnar að lit. Hulstrin brún, með nokkurri trjónu. Tvö fræni. Axhlífar karlblómanna ljósbrúnar (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annnarri íslenskri tegund, eina íslenska störin sem er með sérbýli.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Deiglendi og mýrar.

Biota

Tegund (Species)
Sérbýlisstör (Carex dioica)