Toppastör (Carex krausei)

Distribution

Hefur eindregna landræna útbreiðslu, þ.e. hún er aðeins algeng innan til á Norðurlandi eystra og öræfunum þar suður af.

In General

Náskyld hárleggjastör og var áður fyrr talin afbrigði af henni.

Description

Lágvaxin stör (5–10 (-25) sm) stutt, mjó blöð og mörg, leggjuð öx.

Blað

Myndar litlar, þétt þúfur, án skiðulla stöngla. Blöð stutt, græn, 1–2 mm breið. Strá grönn og slétt, nokkuð lin efst (Lid og Lid 2005).

Blóm

Axskipanin með einu, uppréttu, tvíkynja axi með kvenblómum efst og oftast með mörg (allt að sex), brún kvenöx á grönnum leggjum. Axhlífar ljósbrúnar, lítið eitt styttri en hulstrið, falla snemma af. Hulstur 1,5–2 mm langt, ljósbrún (Lid og Lid 2005).

Greining

Hún þekkist frá hárleggjastör á því að kvenblóm eru í toppaxinu auk karlblóma, öxin eru leggstyttri og uppréttari og brúnni á litinn. Toppastörin vex auk þess í þurrara landi og hefur eindregna landræna útbreiðslu.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Toppastör (Carex krausei)