Vatnsnál (Eleocharis palustris)

Distribution

Algeng um allt láglendi Íslands (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Litlar tjarnir, vatnavik og síki með grunnu vatni.

Description

Stórvaxin planta (20–70 sm) með brúnu axi á stráendanum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Myndar þéttar breiður. Stráið sívalt, holt innan, með blöðkulausum blaðslíðrum neðst sem oft eru með brúnum jaðri (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Axið 1–1,8 sm langt, brúnt eða rauðbrúnt, á stráendanum. Tvær axhlífar neðan undir axinu, snubbóttar, himnurendar, með grænni miðtaug og feðma hvor um sig utan um axgrunninn til hálfs. Stoðblöð blómanna oddmjó, rauðbrún. Sex burstar eru í stað blómhlífar. Frævan með stút í toppinn og tvö fræni. Sex fræflar (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst vætuskúfi en hann vex fremur í mýrum, einkum nærri sjó. Hann er heldur smávaxnari með styttra ax og þekkist best á því að neðri axhlífin feðmir alveg utan um axfótinn og myndar V-laga samskeyti en á vatnsnál aðeins að hálfu á móti efri axhlífinni.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Litlar tjarnir, vatnavik og síki með grunnu vatni.

Biota

Tegund (Species)
Vatnsnál (Eleocharis palustris)