Vetrarkvíðastör (Carex chordorrhiza)

Distribution

Algeng um allt land frá láglendi upp í um 550 m hæð. Hæstu fundarstaðir eru á Eyjabökkum í 660–680 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Þegar líður á sumarið myndar vetrarkvíðastörin langar ofanjarðarrenglur sem liggja ofan á grasinu og nefnast vetrarkvíði. Það var áður fyrr talið vita á langan og erfiðan vetur ef vetrarkvíðinn var óvenju langur á haustin (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Blautar mýrar og flóar, oft í vatnsósa fenjum (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Meðalstór stör (15–30 sm) með nokkur þéttstæð öx efst á stráinu. Blómgast júní.

Blað

Stráin skástæð eða uppsveigð, allgild, nær sívöl. Blöðin flöt eða kjöluð, um 2 mm á breidd. Myndar langa jarðlæga eða uppsveigða blaðsprota (vetrarkvíða) sem geta orðið 50–60 sm langir er haustar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Nokkur þéttstæð öx í þyrpingu efst á stráinu. Karlblóm efst í hverju axi en kvenblóm neðar. Axhlífar langar, odddregnar, brúnar, himnurendar. Hulstrið ljóst, grænt eða ljósbrúnt, gárótt. Tvö fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund, þekkist best á uppsveigðum, skástæðum stráum og löngum blaðsprotum sem liggja lausir ofan á jörðinni.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Blautar mýrar og flóar, oft í vatnsósa fenjum (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Vetrarkvíðastör (Carex chordorrhiza)