Mýrasef (Juncus alpinoarticulatus)

Mynd af Mýrasef (Juncus alpinoarticulatus)
Picture: Hörður Kristinsson
Mýrasef (Juncus alpinoarticulatus)

Útbreiðsla

Algengt um allt land frá láglendi upp í 600–700 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Blaut flög, gamlir skurðir, mýrar og víðar.

Lýsing

Meðalhá planta (10–35 sm) með allmörg blómhnoð á uppréttum leggjum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin sívöl, 1–1,5 mm í þvermál, hol en með þverveggjum sem auðvelt er að finna fyrir ef strokið er eftir endilöngum blöðunum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin standa saman í allmörgum (3–10) blómhnoðum á uppréttum, mislöngum leggjum. Blómhlífin sexblaða, blómhlífarblöðin dökkbrún, hvassydd, 2–3,5 mm löng. Fræflar sex með ljósgula frjóhnappa. Frævan með þrem frænum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið brúnt, a.m.k. í toppinn, gljáandi (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst laugasefi en mýrasefið þekkist á uppréttari og grennri leggjum blómhnoðanna, minni blómhnoðum, grennri stönglum og blöðum.

Útbreiðsla - Mýrasef (Juncus alpinoarticulatus)
Útbreiðsla: Mýrasef (Juncus alpinoarticulatus)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |