Picture: Hörður Kristinsson
Dökkasef (Juncus castaneus)
Útbreiðsla
Nokkuð útbreitt á Vestfjörðum og Austfjörðum en mjög sjaldgæft annars staðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Það vex einkum í blautum eða rökum flögum, við læki eða vatnslitlar uppsprettur eða á votlendum klettasyllum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Meðalhátt sef (10–30 sm), nokkuð gróft, með blómhnoðu efst á strái en stoðblað sem nær nokkuð upp fyrir. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Blöðin sterkleg, rennulaga, 1–2,5 mm breið (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Eitt til tvö stór, fimm- til tíublóma blómhnoðu, það efra minna en hið neðra. Blómhlífin sexblaða. Blómhlífarblöðin oddmjó, dökkbrún. Fræflar sex með gulgræna frjóhnappa. Stuttur stíll með þrískiptu fræni (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið stórt, 5–8 mm langt, gljáandi, dökkbrúnt í toppinn með greinilegri trjónu (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist engri annarri íslenskri tegund.
Útbreiðsla: Dökkasef (Juncus castaneus)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top