Picture: Hörður Kristinsson
Móasef (Juncus trifidus)
Útbreiðsla
Það er mjög algengt um allt land frá láglendi upp í 900 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Þúfnakollar í þurrum móum.
Lýsing
Meðalhátt (8–25 sm), fíngert sef með nokkuð löngu stoðblaði og blómin saman í hnoðum. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Grönn strá standa í þéttum toppum, með fjölda blaðslíðra við stofninn sem verða eftir á fyrri árs sprotum. Blöðin örmjó (0,2–0,5 mm), rennulaga. Stoðblöðin löng, ná langt upp fyrir blómskipunina (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin fá saman (eitt til fjögur) í litlum blómhnoðum. Blómhlífarblöðin sex, dökkbrún, gljáandi, hvassydd, himnurend ofan til. Fræflar sex með ljósgulum frjóhnöppum. Frævan ljósgræn, langur stíll með þrískipt fræni (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist engri annarri íslenskri tegund en myndar þó þétta toppa líkt og þursaskegg sem einnig vex við svipaðar aðstæður, líkist því þó ekki að öðru leiti.
Útbreiðsla: Móasef (Juncus trifidus)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top