Picture: Hörður Kristinsson
Blómsef (Juncus triglumis)
Útbreiðsla
Algengt um allt land frá láglendi upp í um 600 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Það vex oftast í rökum flögum eða hálfgrónum áreyrum, deiglendi.
Lýsing
Lágvaxið sef (5–18 sm) með eitt lítið endastætt blómhnoð. Blómgast í júní.
Blað
Blöðin neðst á stönglinum eða stofnstæð, sívöl (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Eitt lítið, endastætt blómhnoð með þrem til fjórum blómum, umlukið brúnleitum blöðum. Blómhlífarblöðin sex í hverju blómi, gulhvít eða bleikleit, dekkri í endann. Fræflar sex, ein fræva með þrískiptu fræni (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið dökkrauðbrúnt (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Blómhlífin er ljósari á lit en á öðrum sefum en líkist annars einna helst flagasefi eða fitjaskúfi. Fitjaskúfur þekkist á blöðkulausum blaðslíðrum og sex burstum umhverfis aldinið. Flagasef er auðþekkt á stoðblaðinu sem nær upp fyrir blómhnoðið, færri blómum, dökkbrúnum lit blómhlífar og aldinlögun.
Útbreiðsla: Blómsef (Juncus triglumis)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top