Boghæra (Luzula arcuata)

Mynd af Boghæra (Luzula arcuata)
Picture: Hörður Kristinsson
Boghæra (Luzula arcuata)

Útbreiðsla

Mjög algeng eftir að komið er upp í um 700 m hæð á fjöllum, við norðurströndina og á öðrum útkjálkum vex hún oft neðar.

Búsvæði

Flög, móar og melar hátt til fjalla.

Lýsing

Fremur lágvaxin hæra (5–15 sm) með nokkur blómhnoð á löngum, grönnum leggjum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stráið sívalt. Stoðblaðið venjulega örstutt, í mesta lagi 5–10 mm. Stofnblöðin rennulaga, 1–2 mm breið, oddhvöss, oftast með nokkur löng hvít hár neðst við blaðfótinn.

Blóm

Blómin standa nokkur saman í 2–7 blómhnoðum á mislöngum, sérlega grönnum, oft bogsveigðum leggjum. Blómhlífarblöðin sex, dökkbrún, himnukennd, hvassydd. Fræflar sex. Frævan með einum stíl og þríklofnu fræni.

Afbrigði

Fjöldi blómhnoða er afar breytilegur á fjallhæru. Deilitegundin ssp. confusa sem oft er talin sjálfstæð tegund, hefur allstórt, endastætt blómhnoða og eitt eða fá legglöng hliðarhnoðu. Ssp. arcuata hefur hins vegar mörg, smá, legglöng, bogsveigð blómhnoðu. Hún hefur oft verið nefnd boghæra og er töluvert algengari. Skil milli þessara deilitegunda eru stundum afar óglögg.

Greining

Hún getur fljótt á litið líkst vallhæru en þekkist bæði á hinum grönnu stilkum blómskipunarinnar og á mun mjórri laufblöðum og svo er hún ætíð lágvaxnari en vallhæra. Vallhæra finnst oftast ekki í þeirri hæð sem fjallhæran vex, því hún finnst sjaldan ofar en í 500–600 metrum.

Útbreiðsla - Boghæra (Luzula arcuata)
Útbreiðsla: Boghæra (Luzula arcuata)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |