Fjallhæra (Luzula confusa)

Lýsing

Meðalhá hæra (10–30 sm) með blómhnoðin á svo gott sem beinum leggjum eða alveg legglaus.

Blað

Stráið stíft og upprétt (Lid og Lid 2005).

Blóm

Oftast aðeins eitt til þrjú eða jafnvel fimm, þétt, margblóma hnoð, ýmist legglaus eða á stífum, svo gott sem beinum leggjum. Blómhlífarblöðin 2,3–3 mm löng (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldin allt að 2,8 mm löng (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist boghæru en er með stíft, upprétt strá og aðeins eitt til fimm, þétt blómhnoð sem er annað hvort legglaus eða á stífum, svo gott sem beinum stilk.

Útbreiðsla - Fjallhæra (Luzula confusa)
Útbreiðsla: Fjallhæra (Luzula confusa)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |