Barnarót (Coeloglossum viride)

Mynd af Barnarót (Coeloglossum viride)
Picture: Hörður Kristinsson
Barnarót (Coeloglossum viride)
Mynd af Barnarót (Coeloglossum viride)
Picture: Hörður Kristinsson
Barnarót (Coeloglossum viride)

Útbreiðsla

Hún er algeng um land allt frá láglendi upp í um 700 m hæð en er þó algengari til fjalla (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Gróskulegir gilbollar og hvammar, móar og kjarrlendi.

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (12–25 sm) með bogstrengjóttum blöðum og fjólublámenguðum blómum í ílöngum klasa. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn hárlaus með nokkrum bogstrengjóttum blöðum, þau efstu mjólensulaga, þau neðri breiðari, oddbaugótt eða öfugegglaga, 1,5–2 sm, með silfruðum gljáa á neðra borði (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í einum klasa efst á stönglinum, yfirsætin. Ytri blómhlífarblöðin þrjú, egglaga, rauðbrún eða fjólublámenguð, 4–6 mm löng og 2–3 mm breið. Af innri blómhlífarblöðum vísa tvö upp, striklaga, 1 mm breið, snubbótt í endann en eitt (vörin) vísar niður, 7–8 mm langt, þríflipað í endann, miðflipinn stystur. Frævan undir blómhlífinni, aflöng og snúin (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið með fjölmörgum, örsmáum fræum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst friggjargrasi og hjónagrasi. Barnarótin þekkist best frá þeim á lögun neðri vararinnar og rauðbrúnum blómum.

Útbreiðsla - Barnarót (Coeloglossum viride)
Útbreiðsla: Barnarót (Coeloglossum viride)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |