Kræklurót (Corallorhiza trifida)

Mynd af Kræklurót (Corallorhiza trifida)
Picture: Hörður Kristinsson
Kræklurót (Corallorhiza trifida)
Mynd af Kræklurót (Corallorhiza trifida)
Picture: Hörður Kristinsson
Kræklurót (Corallorhiza trifida)

Útbreiðsla

Útbreidd um allt landið. Ætíð er mjög lítið af henni í hverjum stað, oftast örfáar plöntur í toppi.

Almennt

Nafnið dregur plantan af rótinni sem er gildvaxin og mjög kræklótt.

Búsvæði

Magurt mólendi, hálfdeigjur og kjarr.

Lýsing

Fremur lágvaxin jurt (8–18 sm), móbrún á lit með gulleitum blómum í gisnum klasa. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn er móleitur, með nokkrum blöðkulausum, móbrúnum blaðslíðrum sem víkka í munnann. Jarðstöngullinn afar sérkennilega kræklóttur (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin nokkur saman í gisnum klasa efst á stönglinum, yfirsætin, um 7 mm á lengd. Ytri blómhlífarblöðin dökkmóleit, af þeim innri vísa tvö upp og eitt (vörin) niður, gulgrænleit eða gulhvít með fjólubláum dröfnum. Frævan undir blómhlífinni (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Oddbaugótt, 7–10 mm löng með fjölmörgum, örsmáum fræjum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Kræklurót (Corallorhiza trifida)
Útbreiðsla: Kræklurót (Corallorhiza trifida)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |