Lýsing
Fremur hávaxin jurt (30–60 sm) með einlit eða flekkótt blöð, blómstilkur aflangur með hvítum, bleikum eða fjólubláum blómum.
Blað
Blöð oft upprétt, einlit eða með flekkjum (Lid og Lid 2005).
Blóm
Blómskipanin mjókkar í endann, margblóma. Blóm hvít, fölbleik eða fjólublá. Neðri vör blóma djúpþríflipótt og miðflipinn þríhyrningslaga, jafnbreiður og oftast lengri en hliðarfliparnir (Lid og Lid 2005).
Greining
Líkist brönugrösum en ástagrös hafa ýmist einlit blöð eða þá stærri flekki á blöðunum heldur en brönugrösin.
Útbreiðsla: Ástagrös (Dactylorhiza fuchsii)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top