Hjartatvíblaðka (Listera cordata)

Mynd af Hjartatvíblaðka (Listera cordata)
Picture: Hörður Kristinsson
Hjartatvíblaðka (Listera cordata)

Útbreiðsla

Hún er nokkuð algeng um allt norðanvert landið en er heldur fátíðari á Suðurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Innan um lyng og kjarr í gilbrekkum og bollum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Smávaxin jurt (8–15 sm) með tveimur gagnstæðum laufblöðum og nokkur blóm í gisnum klasa efst á stöngli. Blómgast júlí.

Blað

Stöngullinn með tveim gagnstæðum, stilklausum, 1–2 sm löngum, hjartalaga eða breiðegglaga blöðum. Auk þess eitt móleitt slíður neðst við stofninn (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin nokkur saman í stuttum, gisnum klasa efst á stönglinum, 5–8 mm löng, móbrún eða brúnfjólublá. Blómhlífarblöðin flest snubbótt, vörin djúpt klofin í tvo oddmjóa, gleiða flipa. Frævan brúnfjólublá, belgmikil, undir blómhlífinni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt frá eggtvíblöðku á blaðlögun og stærð.

Útbreiðsla - Hjartatvíblaðka (Listera cordata)
Útbreiðsla: Hjartatvíblaðka (Listera cordata)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |