Picture: Hörður Kristinsson
Friggjargras (Platanthera hyperborea)
Picture: Hörður Kristinsson
Friggjargras (Platanthera hyperborea)
Útbreiðsla
Algengt um allt land á láglendi upp að 500 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Gróskumikið mólendi, bollar og grónar gilbrekkur (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Meðalhá jurt (15–30 sm) með lensulaga, greipfætt blöð og grænleit blöð í aflöngum klasa. Blómgast í júní.
Blað
Blöðin eru stakstæð, odddregin, lensulaga, greipfætt, þau neðstu stærst, 5–10 sm löng og 10–18 mm breið (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru í löngum klasa efst á stöngli. Blómhlífin ljósgræn eða gulgræn, varaskipt og mynda þrjú blöð hvelfda efri vör, tvö vísa niður á við til hliðar og eitt óskipt blað vísar beint niður. Blómið er yfirsætið og frævan því undir blómhlífinni, rifjuð og snúin. Bjúglaga spori kemur niður úr blómhlífinni (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Fræin afar mörg, örsmá (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Það líkist nokkuð hjónagrösum. Hjónagras þekkist á þríflipuðu blaði í neðri vör, smærri blómum og fíngerðari blómskipan, laufblöðin hlutfallslega breiðari og meira gljáandi á efra borði.
Útbreiðsla: Friggjargras (Platanthera hyperborea)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top