Axhnoðapuntur (Dactylis glomerata)

Distribution

Innfluttur á fyrri hluta 20. aldar og er ræktaður í sáðsléttum. Hann hefur ofurlítið dreifst þaðan og vex að staðaldri í túnjöðrum og víðar. Hann vex því að jafnaði aðeins á byggðum bólum og í næsta nágrenni þeirra (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Nytjar

Er að finna í sumum grasfræjablöndum.

Habitat

Sáðsléttur og tún, slæðingur í grasbrekkum og meðfram vegum.

Description

Hávaxin grastegund (50–120 sm) með stór hnoð á löngum puntgreinum. Blómgast í ágúst.

Blað

Blöðin breið, 4–7 mm (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Smáöxin mörg saman í þéttum, stórum hnoðum sem standa utarlega á puntgreinunum. Puntgreinar mjög snarpar. Smáöxin þrí- til fjórblóma, mismikið hærð, axagnir fjólubláleitar eða gráar, þrítauga, enda í oddhvassri týtu, miðtaugin með uppvísandi broddum (snörp). Neðri blómögnin fjólubláleit eða gráleit, endar í oddhvassri týtu, fimmtauga með skörpum kanti um miðtaugina. Frjóhirslur ljósbrúnar eða fjólubláleitar, 3–4 mm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005). Þroskar ekki fræ í öllum árum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund, auðþekktur á hinum stóru, þéttvöxnu blómhnoðum.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Sáðsléttur og tún, slæðingur í grasbrekkum og meðfram vegum.

Biota

Tegund (Species)
Axhnoðapuntur (Dactylis glomerata)