Picture: Hörður Kristinsson
Hjartapuntur (Briza media)
Útbreiðsla
Hjartapunturinn fannst fyrst í næsta nágrenni höfuðborgarinnar fyrir fáum árum síðan. Hann vex í villtu landi á nokkru svæði sem bendir til að hann sé búinn að vaxa þarna nokkuð lengi, a.m.k. nokkra áratugi eða jafnvel aldir. Ekki er vitað hvernig hann hefur borist til landsins né hvenær (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Tún og beitilönd, stundum í mýrum, kýs basískt undirlag (Lid og Lid 2005).
Lýsing
Meðalhá grastegund (30–50 sm) með bein og grönn strá og hjartalaga smáöx.
Blað
Myndar gisnar þúfur eða breiður. Stráin bein og grönn. Blöð hárlaus. Slíðurhimna 0,5–1,5 mm löng.
Blóm
Puntgreinar fíngerðar. Smáöxin margblóma, flöt, hjartalaga, 4–7 mm breið og löng. Ytri blómögn egglaga með breiðum himnufaldi. Innri blómögn nær kringlótt (Lid og Lid 2005).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Greining
Hjartapunturinn ber snotran punt með hjartalaga smáöxum og er auðþekktur á honum frá öllum öðrum grösum.
Útbreiðsla: Hjartapuntur (Briza media)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top