Picture: Hörður Kristinsson
Blávingull (Festuca vivipara)
Útbreiðsla
Blávingull er mjög algengur um allt land frá láglendi upp í 1300 m hæð. Hann er mjög útbreiddur í móum á Suðurlandi en vex einnig í valllendi og á melum eða mýraþúfum (Hörður Kristinsson 1998).
Búsvæði
Melar, hæðarkollar, mólendi og flög.
Lýsing
Meðalhá grastegund (10–40 sm) með blaðgrónum, stuttum punti. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Blöðin í þéttum toppum, fremur stutt, mjó, grópuð. Engar skriðular renglur (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Punturinn stuttur, 2–5 sm, alltaf blaðgróinn. Smáöxin ýmist hærð eða hárlaus, oftast brúnfjólublá eða rauðfjólublá (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Punturinn blaðgróinn (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Blávingull er lægri en túnvingullinn, blaðsprotarnir eru í þéttum toppum en ekki skriðulir eins og á túnvingli. Þekkist best á því að hann er ætíð blaðgróinn en það er túnvingull mjög sjaldan.
Útbreiðsla: Blávingull (Festuca vivipara)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top