Flóðapuntur (Glyceria fluitans)

Distribution

Algengt á vestanverðu Suðurlandi en ekki annars staðar nema þá sem slæðingur (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Blautir skurðir, síki með leirbotni og aðrir vatnsfarvegir (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Description

Stórvaxin grastegund (50–100 sm) með langan, grannan punt. Blómstrar í júlí–ágúst.

Blað

Stráin 4–6 mm gild. Blöðin 4–10 mm breið. Slíðurhimnan 6–10 mm löng (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn langur, grannur og fremur gisinn. Smáöxin 10–25 mm löng, átta- til tólfblóma. Axagnir stuttar (2–4 mm), himnukenndar, grænleitar eða glærar. Neðri blómögn fimm- til sjötauga, græn, 5–7 mm, með sljóum eða slitróttum oddi, stutthærð, himnurend ofan til (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Blautir skurðir, síki með leirbotni og aðrir vatnsfarvegir (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Flóðapuntur (Glyceria fluitans)