Picture: Hörður Kristinsson
Reyrgresi (Hierochloe odorata)
Útbreiðsla
Einkum algengur á láglendi en finnst einnig upp í 600 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Grasgefnir móar, gróskumiklar brekkur, skóglendi.
Lýsing
Fremur hávaxin grastegund (25–50 sm) með áberandi breiðum og gljáandi, ilmsætum blöðum. Blómgast í júlí.
Blað
Blaðsprotar 4–6 mm breið blöð. Stráblöðin stutt en renglublöðin löng og gljáandi á efra borði, ofurlítið hærð, fagurgræn eða gulgræn (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Punturinn útbreiddur, 5–12 sm langur, ljósbrúnn. Smáöxin stutt og breið, þríblóma. Axagnir 5–6,5 mm langar, himnukenndar, ljósbrúnar, breiðar með allmörgum, fremur óskýrum taugum. Ytri blómagnir ljósbrúnhærðar, broddyddar (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Greining
Líkist helst vallarsveifgrasi, reyrgresið þekkist á breiðari og gljáandi blöðum með reyrbragði. Blaðoddurinn ekki með lögun bátnefs. Ilmreyr hefur svipuð en styttri og mjórri blöð, einnig með reyrbragði en hann þekkist frá reyrgresi á hárum umhverfis slíðurhimnuna.
Útbreiðsla: Reyrgresi? (Hierochloe odorata)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top