Loðgresi (Holcus lanatus)

Distribution

Vex villt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal og er þar nokkuð algengt. Annars staðar á landinu kemur það aðeins fyrir sem innfluttur slæðingur og er þar afar sjaldgæft (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Graslendi, brekkur, mólendi og skurðbakkar (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Fremur hávaxin grastegund (30–60 sm) með bleikfjólubláum punti. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn, blöðin og slíðrin stutt- en þétthærð. Blöðin 4–8 mm breið. Slíðurhimnan stutt, 1–1,5 mm, hærð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Punturinn oftast bleikfjólublár, 6–15 sm langur, þéttur. Smáöxin tvíblóma, tvíkynja blóm neðar, einkynja karlblóm ofar. Axagnir 4–5 mm langar, loðnar, ytri axögnin með einni, sú innri með þrem upphleyptum taugum og stuttum týtubroddi í endann. Blómagnirnar gljáandi, grænar, hárlausar en löng hár við grunninn. Ytri blómögn efra blómsins með boginni eða snúinni týtu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist engri annarri íslenski grastegund, aðeins lógresi er eins áberandi loðið.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Graslendi, brekkur, mólendi og skurðbakkar (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Loðgresi (Holcus lanatus)