Picture: Hörður Kristinsson
Fjallafoxgras (Phleum alpinum)
Útbreiðsla
Algengt um allt land frá láglendi upp í meir en 700 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Gróskumiklir grasbollar, gilbrekkur, hvammar og dældir, einkum til heiða (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Meðalhá grastegund (15–40 sm) með dökkum, þéttum, stífum axpunti. Blómgast í júní.
Blað
Blöðin 3–6 mm breið. Efsta blaðslíðrið útblásið. Slíðurhimnan stutt (1–2 mm) (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Smáöxin eru einblóma, þétt saman í sívölum, 1–3 sm löngum, dökkum, 8–12 mm breiðum axpunti. Axagnir 5–7 mm langar, randhærðar á kilinum, ganga fram í hvassan brodd sem oft er ríflega helmingur af lengd agnarinnar (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Greining
Líkist helst vallarfoxgrasi. Fjallafoxgras þekkist á útblásnu blaðslíðri og styttra axi.
Útbreiðsla: Fjallafoxgras (Phleum alpinum)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top