Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera)
Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera)

Útbreiðsla
Skriðlíngresi er algengt um land allt frá láglendi upp í 800 m hæð. Hæstu fundarstaðir eru í Vonarskarði (950 m) og Gæsavötnum (930 m) (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Það vex oftast í raka, eða jafnvel í tjarnastæðum. Þá myndar það langar, oft rauðleitar renglur sem skríða út í vatnið eða eftir rökum leirflögum. Það getur einnig vaxið á fremur þurru landi, þá myndar það þétta toppa og skríður minna (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Lýsing
Skriðlíngresi er í lægri kantinum (15–40 sm) með rauðbrúnan punt. Það myndar einkennandi skriðular renglur. Blómgast í júlí.
Blað
Blöðin 1,5–4 mm breið, slíðurhimnan 2–3 mm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Punturinn fíngerður, 3–10 sm langur, tiltölulega þéttur með stuttum, nokkuð uppréttum greinum. Smáöxin einblóma. Axagnir rauðbrúnar eða fjólubláleitar, 3–3,5 mm langar, eintauga, yddar, hvelfdar; taugin oft með uppvísandi broddum á bakhliðinni. Blómagnir hvítar, sú neðri nær tvöfalt lengri en sú efri, með stuttri baktýtu ofan við miðju (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Greining
Skriðlíngresi þekkist best frá hálíngresi og týtulíngresi á skriðulum renglum sem verða mest áberandi er plantan vex í bleytu og á þéttari punti. Smáöxin eru týtulaus og slíðurhimnan er lengri en á hálíngresi (Hörður Kristinsson 1998).
Höfundur
Was the content helpful Back to top
Thank you!