Týtulíngresi (Agrostis vinealis)

Distribution

Það er algengt frá láglendi upp í 650–700 m hæð. Hæstu fundarstaðir eru á Tröllaskaga, í 1000 m á Þverárdalsbrúnum við Þorvaldsdal, 880 m á Barkárdalsbrúnum og 850 m í botni Glerárdals (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Týtulíngresi vex mest í úthaga, kjörlendi þess eru þurrar brekkur, melar og mólendi (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Description

Fremur smávaxið gras (10–40 sm) með rauðbrúnum punti sem einkennist af týtum sem standa út úr smáöxunum. Blómgast í júlí.

Blað

Blöðin 1–3 mm breið, slíðurhimnan 1,5–2,5 mm (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Smáöxin einblóma. Axagnir rauðbrúnar eða fjólubláleitar, 2,5–3 mm langar, eintauga, hvelfdar eða með snörpum kili, yddar. Blómagnjr styttri; neðri blómögn með baktýtu sem er tvöfalt lengri en ögnin og nær langt út úr smáaxinu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Týtulíngresi líkist öðru língresi en þekkist best á hinni hárfínu týtu sem stendur út úr smáöxunum. Eins hefur það lengri slíðurhimnu en hálíngresi (Hörður Kristinsson 1998).

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Týtulíngresi vex mest í úthaga, kjörlendi þess eru þurrar brekkur, melar og mólendi (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Týtulíngresi (Agrostis vinealis)