Hjartanykra (Potamogeton perfoliatus)

Distribution

Hún er nokkuð víða í stöðuvötnum á láglendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Hún er fremur hitakær og sækir í voga þar sem jarðhita gætir (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Description

Allstórvaxin nykra (30–100 sm) sem vex á kafi í vatni með efstu blöðin og blómöxin fljótandi í yfirborðinu. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Blöðin eru tiltölulega stutt og breið (3–6x1,5–2,5 sm), egglaga eða sporbaugótt, dökkgræn, niðurbreið, fremur þéttstæð og greipfætt um stöngulinn, stilklaus, afar fíntennt, bogstrengjótt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin allmörg saman, örsmá, í 1–2 sm löngu og um 5 mm breiðu axi sem stendur upp úr vatninu. Blómin nakin, mörg saman í endastæðu axi. Fræflar fjórir með áföstum grænbrúnum bleðlum sem líkjast blómhlíf, frævur fjórar (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist langnykru. Hjartanykran þekkist best á því að lengd blaða er einungis tvö- til þreföld breidd en lengd blaða langnykru er sjö- til tíföld breidd.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Hún er fremur hitakær og sækir í voga þar sem jarðhita gætir (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Hjartanykra (Potamogeton perfoliatus)