Þráðnykra (Stuckenia filiformis)

Mynd af Þráðnykra (Stuckenia filiformis)
Picture: Hörður Kristinsson
Þráðnykra (Stuckenia filiformis)

Útbreiðsla

Hún er algeng í tjörnum um allt land frá láglendi upp í um 600 m hæð, hærra til fjalla en allar aðrar nykrur (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Búsvæði

Grunnar tjarnir og stöðuvötn, vatnsfarvegir og flæðar. Einnig vex hún stundum á leirum eða í sandi, bæði ferskvatns- og sjávarleirum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá vatnajurt (15–50 sm) með striklaga blöð og nokkrar aðskildar, kúlulaga blómskipanir. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin eru striklaga, slíðurfætt, þráðmjó, oft 15–20 sm löng og 1 mm breið, ýmist á kafi eða fljótandi í yfirborðinu (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin nokkur saman í þrem til fjórum hnöppum sem standa með 0,5–1 sm millibilum á stöngulendanum, venjulega fljótandi í vatnsyfirborðinu. Fræflar fjórir með áföstum grænmóleitum, kringlóttum bleðlum sem líkjast blómhlíf. Frjóhirslur ljósar, um 1 mm í þvermál. Frævur fjórar (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hýðisaldin (Stefán Stefánsson 1948).

Greining

Líkist smánykru og hnotsörvi. Þráðnykran hefur miklu lengri blöð og er auðþekkt í blóma á hinu reglulega bili á milli blómhnoðanna.

Útbreiðsla - Þráðnykra (Stuckenia filiformis)
Útbreiðsla: Þráðnykra (Stuckenia filiformis)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |