Burstajafni (Lycopodium clavatum)

Distribution

Mjög sjaldgæfur á Íslandi, aðeins fundinn á einum stað á Austfjörðum.

Habitat

Lyngmóar.

Description

Meðalhár jafni (5–25 sm) með mjúkum blöðum og gróöxum á grönnum, uppréttum greinum.

Blað

Blöðin mjúk og enda í hárbrúsk (Lid og Lid 2005).

Blóm

Tvö gróöx saman á enda grannra, uppréttra greinanna (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist fljótt á litið lyngjafna en einkennandi fyrir tegundina eru hinir grönnu leggir sem gróöxin standa á, auk hároddi (burst) á enda blaðanna og á tveim gróöxum saman á enda grannra, uppréttra greina.

Shortlist

CR (tegund í bráðri hættu)

ÍslandHeimsválisti
CR NE

Forsendur flokkunar

Burstajafni hefur einungis fundist á einum fundarstað, hefur þar takmarkaða útbreiðslu auk þess sem hann virðist eiga í vök að verjast þar.

Viðmið IUCN: B1; B2a+b(iii), D

B1. Útbreiðsla áætluð minni en 100 km2B2. Dvalar- eða vaxtarsvæði áætlað minna en 10 km2 og mat bendir til að:a. Útbreiðsla stofns er mjög slitrótt eða takmörkuð við aðeins einn stað.b. Stofn hefur sífellt minnkað samkvæmt athugun, ályktun eða áætlun;(iii) stærðar, umfangs og/eða gæða búsvæðis.

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Burstajafni er á válista í hættuflokki EN (í hættu).

Válisti 1996: Burstajafni er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).

Protection

Burstajafni er friðaður samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Lyngmóar.

Biota

Tegund (Species)
Burstajafni (Lycopodium clavatum)