Brekkufífill (Hieracium macrocomum)

Description

Undafífill sem er án blaðhvirfingar á blómgunartíma, stöngulblöð sex til tólf. Reifar snöggar, blómin gul.

Blað

Plöntur án blaðhvirfingar á blómgunartíma. Stilklaus stöngulblöð með mjóum grunni. Kirtilhár á reifum stutt, gul. Blöð stundum græn en oftast rauðleit eða bláleit, tennt, oft hvasstennt, stundum með nokkuð stórum tönnum. Stöngulblöð oftast sex til tólf.

Blóm

Reifar snöggar, frekar snubbóttar. Stílar á þurrkuðum plöntum stundum næstum hreingulir en oftar grágulir, gráir, mórauðir eða næstum svartir (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Brekkufífill (Hieracium macrocomum)