Snækobbi (Erigeron humilis)

Mynd af Snækobbi (Erigeron humilis)
Picture: Hörður Kristinsson
Snækobbi (Erigeron humilis)

Útbreiðsla

Snækobbi er sjaldgæfur og finnst aðeins til fjalla, finnst tæpast neðan 700 m (Hörður Kristinsson 1998). Aðalútbreiðslusvæði snækobbans er á landrænu loftslagssvæðum eða á hálendinu norðan Vatnajökuls og Hofsjökuls og einnig á háfjöllum við Eyjafjörð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Grónir bakkar og geirar hátt til fjalla.

Lýsing

Lágvaxin tegund (2–6 sm) með bleikar blómkörfur en dökkfjólubláhærð reifablöð. Blómgast í júní-júlí.

Blað

Stöngullinn loðinn með fjólubláyrjóttum hárum. Blöðin aflöng, lensulaga, þau neðstu niðurmjó, spaðalaga (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í körfum sem eru um 1,5 sm í þvermál, ein á hverjum stöngulenda en stönglar oft einn til þrír á sömu rót. Körfubotninn mjókkar jafnt niður að stönglinum og er því ekki eins flatur og á hinum kobbategundunum. Jaðarblómin með hvítum tungukrónum. Hvirfilblómin gulleit (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst fjallakobba en snækobbinn þekkist best frá honum á fjólubláum hárum á reifunum í stað hvítra. Eins er körfubotninn meira trektlaga.

Útbreiðsla - Snækobbi (Erigeron humilis)
Útbreiðsla: Snækobbi (Erigeron humilis)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |