Fjandafæla (Omalotheca norvegica)

Distribution

Allvíða, þó sjaldgæf um sunnanvert landið, þar finnst hún aðeins til heiða (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

In General

Nafn fjandafælu er komið til vegna þess að því var trúað að væri hún borin í höfuðfati, verndaði hún menn gegn draugum og illum vættum (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Habitat

Lautir og bollar til fjalla, einkum á snjóþungum stöðum (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Meðalhá planta (15–30 sm) með þéttlóhærð lensulaga blöð og lítt áberandi blómkörfur. Blómgast í júlí.

Blað

Stönglar loðnir. Blöðin lensulaga, 5–10 sm löng, frambreið (8–18 mm), þéttlóhærð, einkum á neðra borði, dragast smátt og smátt saman í stilk (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin mörg saman í litlum (5 mm) körfum. Körfurnar margar í klasaleitri skipan efst á stönglinum. Reifablöðin græn í miðju, með breiðum, oft svarbrúnum himnufaldi, heilrend, gljáandi, egglaga eða langsporbaugótt, ávöl í endann. Krónupípan hárfín, umkringd hvítum svifhárum, 3–4 mm löng, með fimm krónublaðsepum efst, 0,1–0,2 mm í þvermál, hvítleit eða ljós, rauðleit í efri endann. Sumar krónurnar breikka í 0,5–1 mm breiða klukku efst (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst grájurt. Fjandafælan þekkist best á hinum löngu, frambreiðu blöðum sem oft eru hærri eða jafnhá blómskipuninni en hún er styttri en á grájurtinni.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Lautir og bollar til fjalla, einkum á snjóþungum stöðum (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Fjandafæla (Omalotheca norvegica)