Grámygla (Gnaphalium uliginosum)

Distribution

Sjaldgæf, vex eingöngu á jarðhitasvæðum, aðallega á suðvesturlandi.

Habitat

Leirflög eða mosabreiður við hveri og laugar (Hörður Kristinsson 1998).

Description

Lágvaxin jurt (5–12) með nokkrum blómum í þéttstæðum körfum. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Stöngullinn marggreindur, þéttvaxinn hvítum lóhárum. Blöðin gagnstæð, lensulaga eða striklaga, þéttlóhærð, 10–25 mm löng, 2–4 mm breið, breiðust ofan til (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin nokkur saman í litlum, þéttstæðum körfum með odddregnum reifablöðum sem eru himnukennd og brúnleit ofan til en græn með purpurarauðri rönd neðst. Krónupípan 1–1,5 mm á lengd, mjög grönn (0,1–0,2 mm), gulgræn að lit. Bikarinn ummyndaður í hárkrans (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist grámullu, grámyglan þekkist best á hinum marggreinda stöngli og að stofnstæðu blaðhvirfingarnar vantar.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Leirflög eða mosabreiður við hveri og laugar (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Grámygla (Gnaphalium uliginosum)