Holtafífill (Hieracium microdon)

Description

Undafífill með blaðhvirfingu og oftast tvö til fjögur stöngulblöð. Körfur gulra blóma.

Blað

Plöntur með blaðhvirfingu og oftast tvö til fjögur stöngulblöð. Blöð sporlaga og blaðka nokkuð vel aðgreind frá stilk eða blöðin eru egglaga, tígullaga eða lensulaga, með fleyglaga grunni og blaðka ekki skarpt aðgreind frá stilk. Stöngulblöð oftast stilkuð, sérstaklega stærsta blaðið. Stutt, gul kirtilhár á blaðröndum. Blöð græn eða bláleit, stundum dálítið rauðleit. Stöngulblöð oft áberandi útstæð, standa á ská upp og út frá stöngli. Blöð oft heilrend en geta verið nokkuð tennt. Oftast eru blöð hárlaus eða svo til hárlaus á efra borði en alloft eru neðstu hvirfingblöð hærð á efra borði, stundum eru sum af efri hvirfingblöðunum hærð á efra borði en önnur hárlaus og stöku sinnum eru flest hvirfingablöðin greinilega hærð á efra borði (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Kirtilhár á reifum stutt, gul. Stílar á þurrkuðum plöntum oftast gulir, gulgráir eða gulmórauðir en geta verið mórauðir, gráir eða grámórauðir. Reifar oftast frekar snöggar. Reifablöð frammjó, stundum rauðleit í endann. Kirtilhár oftast fjölmörg, stutt og gul. Stundum er stilkur kirtilháranna heldur lengri en venjulega. Broddhár oftast fá en geta verið mörg. Stjarnhár sjaldan mikið áberandi. Reifajaðrar geta þó verið gráloðnir vegna fjölda stjarnhhára. Reifablöð eru oft öll eins á lit en innri reifablöð geta verið ljós og snögg. Broddhár eru ljós en grunnur þeirra dökkur, stundum eru öll broddhárin dökk. Oft eru broddhár á blaðröndum áberandi gróf en þau geta verið frekar fíngerð (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Holtafífill (Hieracium microdon)