Húsavíkurfífill (Hieracium anglicum)

Distribution

Austlæg útbreiðsla, líklega hingað kominn frá Bretlandseyjum eða Færeyjum. Hann nær vestur í Fljótshlíð (Bergþór Jóhannsson 2004).

Description

Undafífill með eitt til þrjú stöngulblöð og stórar, kafloðnar, gular körfur.

Blað

Plöntur með blaðhvirfingu og eitt til þrjú stöngulblöð sem oftast eru með greinilega greipfættum stilk. Blöð fíntennt eða heilrend, græn eða gulleit, eggtígullaga, tígullaga eða tígullensulaga, neðstu blöð egglaga. Blaðstilkar oft mjög mikið hærðir. Blöð oftast hærð báðum megin en geta verið hárlaus á efra borði. Örsjaldan vantar stöngulblöð alveg. Alloft er aðeins eitt stórt stöngulblað sem er á stönglinum rétt ofan við blaðhvirfinguna og getur þá litið út sem stórt stöngulblað vanti (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Körfur stórar eða mjög stórar, kafloðnar af löngum ljósum broddhárum. Broddhár yfirgnæfandi hárgerð á reifum. Grunnur broddhára er svartur og getur sá litur náð talsvert upp eftir hárunum. Kirtilhár á reifum oftast dökk, löng eða í meðallagi löng, stundum frekar stutt. Hnúður alloft gulur. Stjarnhár oft nokkuð áberandi á jöðrum reifablaða og stundum er einnig nokkuð af þeim á baki þeirra. Reifablöð frammjó. Tungutennur áberandi hærðar. Stílar á þurrkuðum plöntum gulgráir, grágulir, gráir, mórauðir eða svartir (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Húsavíkurfífill (Hieracium anglicum)