Picture: Hörður Kristinsson
Grájurt (Omalotheca sylvatica)
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).
Búsvæði
Grájurtin vex einkum í bröttum, þurrum og háum, sólríkum brekkum á móti suðri (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Lýsing
Meðalhá planta (10–25 sm) með blöðóttan stöngul, lensulaga blöð og dökkar blómkörfur. Blómgast í júlí.
Blað
Stöngullinn blöðóttur. Blöðin 3–8 sm löng og 0,2–0,5 sm breið, þétthvítlóhærð, einkum á neðra borði, heilrend eða mjög gistennt (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin mörg saman í litlum (5 mm), svörtum körfum sem skipa sér saman í langan klasa á stöngulendanum. Reifablöðin græn í miðju, með breiðum himnufaldi, 3–4 mm löng, 1–2 mm breið, egglaga til langsporbaugótt, heilrend, gljáandi. Krónupípan hárfín, 0,1–0,2 mm, ljósgræn neðan til, brúnleit í endann, breikkar stundum við opið upp í 0,5 mm, fimm krónuflipar (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst fjandafælu. Fjandafæla hefur löng, frambreið blöð ofan til á stönglinum sem oft eru hærri eða jafnhá blómskipuninni en hún er styttri en á grájurtinni. Hún minnir einnig á hina smágerðu grámullu en er miklu hávaxnari.
Útbreiðsla: Grájurt (Omalotheca sylvatica)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top