Stöðvarfífill (Hieracium stoedvarense)

Description

Undafífill með blaðhvirfingu og eitt til þrjú stöngulblöð, oft greipfætt. Körfur frekar smáar með dökkar reifar, blómin gul.

Blað

Plöntur með blaðhvirfingu. Stöngulblöð eitt til þrjú, oft með greipfættum stilk. Kirtilhár á reifum löng, stundum mjög löng, dökk. Hnúður getur verið gulur, einkum á þeim styttri. Blöð græn eða gulleit, stundum eitthvað rauðleit eða bláleit, tígullaga, tígullensulaga eða egglensulaga. Neðstu blöð oft egglaga. Blöð oftast smátennt, stundum nokkuð hvasstennt, hærð báðum megin. Broddhár ekki áberandi gróf. Stundum er aðeins eitt stöngulblað og það getur verið lítið. Stöku sinnum vantar stöngulblöð alveg. Stílar á þurrkuðum plöntum oftast gulmórauðir, mórauðir eða svartir en stundum grágulir eða jafnvel svo til gulir (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Körfur frekar smáar eða í meðallagi stórar. Kirtilhár áberandi mörg á körfustilkum. Reifar dökkar. Kirtilhár mest áberandi hárgerð á reifablöðum. Þar er oftast einnig einhver strjálingur af stjarnhárum og broddhárum. Reifablöð frammjó (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Stöðvarfífill (Hieracium stoedvarense)