Lýsing
Fremur lágvaxin planta (ca 15 sm) með gular blómkörfur og blöð í stofnhvirfingu.
Blað
Litlar til miðlungsstórar plöntur. Blöð 4–15 sm löng, niðurliggjandi. Blöð grunntennt til djúpflipótt með allt að sex flipapörum, flipar mjóir. Blaðstilkar grannir, grænir, rauðir eða purpuralitir (Lid og Lid 2005).
Blóm
Blómleggur allt að 15 sm langur, grannur, oft purpuralitur, uppsveigður eða uppréttur. Karfan 15–35 mm breið. Ytri reifablöð allt að 6 mm löng, oft blágræn og nokkuð purpuralit með ljósan kant. Blómkörfur stuttar og breiðar, ljósgular. Jaðarblómin eru með gráa, brúna eða purpuralita rönd á neðra borði (Lid og Lid 2005).
Aldin
Aldin rauð, purpuralit eða fjólublá (Lid og Lid 2005).
Útbreiðsla: Engjafífill (Taraxacum erythrospermum)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top