Þistill (Cirsium arvense)

Distribution

Hann er innfluttur en ílendur slæðingur sem vex hér og hvar í byggð.

Habitat

Meðfram vegum og við bæi, stundum á ruslahaugum.

Description

Stórvaxin jurt (30–70 sm) með margar, þéttblóma, purpurarauðar blómkörfur efst. Blómgast í ágúst– september.

Blað

Vex í þéttum breiðum. Stönglar gáróttir, marggreinóttir með þyrnum. Laufblöðin fjaðurflipótt, greipfætt, 5–12 sm á lengd, fliparnir óreglulega tenntir og þyrnóttir. Neðra borð blaðanna gráhvítt, þéttlóhært (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru efst í mörgum, þéttblóma, purpurarauðum körfum sem hver um sig situr á bústnum, egglaga hnappi, sköruðum af dökkgráum reifablöðum með útstæðum, rauðleitum eða dökkum oddi. Krónurnar pípulaga, bognar (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund, auðþekktur á þyrnóttum blöðum.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Meðfram vegum og við bæi, stundum á ruslahaugum.

Biota

Tegund (Species)
Þistill (Cirsium arvense)