Vallafífill (Hieracium cretatum)

Description

Undafífill sem er oftast án stöngulblaða, blöð annars oftast hjartalaga. Körfur smáar eða frekar smáar, blóm gul.

Blað

Plöntur oftast án stöngulblaða en geta verið með stöngulblaði. Blöð oftast hjartalaga. Blöð lítið hærð, oft rauðleit eða bláleit, einkum á neðra borði. Hvirfingblöð hjartalaga, sporlaga eða egglaga, lítið hærð, oft hárlaus á efra borði. Blöð lítillega tennt, einkum neðst. Neðstu tennur vísa oftast niður á við en stundum þvert út frá blaðrönd. Tennur neðst á blaðrönd eru stundum frekar separ en tennur (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Körfur smáar eða frekar smáar. Kirtilhár á reifum stutt, dökk. Stílar frekar dökkir. Körfustilkar oft svo til án kirtilhára en með fjölda stjarnhára og nokkru af broddhárum. Reifablöð löng og mjó, stundum gráloðin af stjarnhárum. Stundum eru þó stjarnhár lítið áberandi í hæringu reifa og meira ber á öðrum hárgerðum. Stutt, dökk kirtilhár á reifablöðum en þau eru oftast fá. Broddhár eru einnig oft frekar fá en broddhár geta verið alláberandi, einkum neðst á körfunum. Þau eru með dökkum grunni. Stílar á þurrkuðum plöntum gulgráir, gulmórauðir, mórauðir eða grásvartir (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Vallafífill (Hieracium cretatum)