Picture: Hörður Kristinsson
Gleym-mér-ei (Myosotis arvensis)
Picture: Hörður Kristinsson
Gleym-mér-ei (Myosotis arvensis)
Útbreiðsla
Víðast algeng á láglendi en vantar þó á nokkru svæði á Norðausturlandi og á Hornströndum. Hún fer lítið upp til fjalla, aðeins á örfáum stöðum ofan 500 m, hæst skráð við Laugafell í 720 m við jarðhita. Gleym-mér-ei hefur krókhár á bikarblöðunum og festist því auðveldlega við föt og eins ull á kindum og dreifist líklega nokkuð með þeim (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Gilbrekkur, hagar og mólendi, einkum þó í nánd við byggð (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Meðalhá planta (10–30 sm), hærð, með fagurblá blóm. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Blöðin stakstæð, lensulaga en frambreið (5–7 mm), alsett hvítum hárum eins og stöngullinn (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru 4–5 mm í þvermál. Krónufliparnir snubbóttir, heiðbláir en gulir eða hvítleitir innst við blómginið. Óþroskaðir blómknappar rauðleitir og í uppvafinni hálfkvísl áður en þeir springa út, hún réttir síðan úr sér og eftir blómgun virðast leggjaðir bikararnir standa í klasa niður eftir stönglinum. Bikarinn fimmtenntur, klofinn niður fyrir miðju, alsettur hvítum krókhárum. Fræflar fimm, innilokaðir í krónupípunni (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinleggirnir helmingi lengri en bikarinn. Fjögur gljáandi dökkbrún deilialdin í botni bikaranna (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Gleim-mér-ei þekkist frá engjamunablómi og sandmunablómi á lengri blóm- og aldinleggjum (helmingi lengri en bikarinn).
Útbreiðsla: Gleym-mér-ei (Myosotis arvensis)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top