Engjamunablóm (Myosotis scorpioides)

Mynd af Engjamunablóm (Myosotis scorpioides)
Picture: Hörður Kristinsson
Engjamunablóm (Myosotis scorpioides)
Mynd af Engjamunablóm (Myosotis scorpioides)
Picture: Hörður Kristinsson
Engjamunablóm (Myosotis scorpioides)

Útbreiðsla

Þetta er innflutt jurt sem hefur slæðst frá ræktun og er víða orðin alveg ílend. Hún breiðist gjarnan út meðfram lækjum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).Hefur ekki fundist sunnanlands (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Dreifist aðallega meðfram lækjum og með vatni um mýrlendi og bakka (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur hávaxin jurt (20–40 sm) með áberandi, fagurbláum blómum með gulum hring við blómginið. Blómgast í júlí.

Blað

Stöngull og blöð gishærð með stuttum og aðlægum hárum. Blöðin lensulaga en frambreið (5–15 mm) (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 7–8 mm í þvermál. Krónufliparnir snubbóttir, heiðbláir, hvítir eða gulleitir við blómginið. Fimm fræflar og eitt fræni. Aldinleggirnir lítið eitt lengri en bikarinn sem er lítill, gishærður, fimmtenntur og grunnt klofinn (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinin ferkleyf, með dökk, gljáandi deilialdin (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst gleym-mér-ei en er bæði hávaxnari og blómstærri, með styttri aldinleggi og minni hæringu.

Útbreiðsla - Engjamunablóm (Myosotis scorpioides)
Útbreiðsla: Engjamunablóm (Myosotis scorpioides)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |