Fjallavorblóm (Draba oxycarpa)

Distribution

Er með sjaldgæfari háfjallajurtum landsins og virðist einkum halda sig við þann hluta hálendisins sem hefur tiltölulega landrænt loftslag, inn til landsins á Norðurlandi eða á miðhálendinu (Hörður Kristinsson 1998).

Habitat

Melar og rindar á háfjölllum.

Description

Mjög smávaxin jurt (2–4 sm) sem finnst aðeins hátt til fjalla. Hún er hærð og blómstar gulum blómklösum í júlí.

Blað

Stönglar loðnir. Blöðin oddbaugótt eða breiðlensulaga, heilrend, randhærð og oft kvíslhærð á blaðfletinum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin fjórdeild. Krónublöðn gul, 3–4 mm á lengd, öfugegglaga. Bikarblöðin um 2 mm, sporbaugótt, með himnufaldi. Fræflar sex. Ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Flatur skálpur, 4–5 mm á lengd og 2–3 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðgreind í blóma frá öðrum íslenskum tegundum, annars torgreind frá hagavorblómi. Fjallavorblómið hefur þó styttri og breiðari skálpa og blaðflöturinn er oftast minna hærður eða hárlaus.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Melar og rindar á háfjölllum.

Biota

Tegund (Species)
Fjallavorblóm (Draba oxycarpa)