Grávorblóm (Draba incana)

Distribution

Algengt á láglendi um allt land (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Þurrt valllendi, hólbrekkur og melar.

Description

Lágvaxin planta (8–20 sm), hærð, með blöðin í stofnhvirfingu. Blómstilkur blöðóttur og hvít blómin í klasa efst. Blómgast í maí–júní.

Blað

Stöngullinn loðinn, blaðmargur, oft þéttblöðóttur. Stöngulblöðin loðin, oddbaugótt eða lensulaga, gróftennt, 8–20 mm á lengd, stofnblöðin heldur mjórri, í þéttri og reglulegri hvirfingu neðst. Oft koma blómbærar greinar út úr aðalstönglinum, einkum ef bitið hefur verið ofan af honum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í klasa, fjórdeild. Krónublöðin hvít, 3–4 mm á lengd. Bikarblöðin sporbaugótt, himnurend, græn eða fjólubláleit. Fræflar sex, ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinin mjóoddbaugóttir skálpar, 6–9 mm á lengd, 2–3 mm á breidd með skýrum miðstreng á hliðinni, stundum hærð (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst hagavorblómi en grávorblóm þekkist best frá því á þéttblöðóttum stöngli og blaðfleiri og þéttari stofnhvirfingum.

Distribution map

Author

Hörður Kristinsson 2007

Þurrt valllendi, hólbrekkur og melar.

Biota

Tegund (Species)
Grávorblóm (Draba incana)